Breyting á viðmiðunarverðum þorsks, ýsu og ufsa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 4. desember 2017 voru eftirtaldar breytingar gerðar á viðmiðunarverðum fyrir þorsk, ýsu og ufsa:

Slægður þorskur hækkar um 3,5%, óslægður þorskur hækkar um 6,0%, slægð ýsa hækkar um 3,5% en óslægð ýsa lækkar um 7,7%. Slægður og óslægður ufsi lækkar um 3,2%.

Breytingar á viðmiðunarverðum framangreindra tegunda gilda frá og með 4. desember 2017.