16. apríl 2025

Hækkun kauptryggingar

16. apríl 2025

Hækkun kauptryggingar frá 1. apríl 2025

Þar sem launavísitala á almennum markaði hækkaði hlutfallslega meira en 4. lfl. kjarasamninga SGS/Eflingar á tímabilinu nóv.23-nóv.24 kemur svokallaður kauptaxtaauki til framkvæmdar. Forsendunefnd stöðugleikasamningsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að kauptaxtaaukinn sé 0,58%. Það þýðir að allir lágmarkskauptaxtar kjarasamninga hækka um það hlutfall frá 1. apríl 2025

Hækkunin er uppfærð undir ,,Kaupskrá" hér á síðunni.

https://www.ssi.is/kjaramal/kaupskra/ 

22. janúar 2025

Kaupskrá hækkar frá 1. janúar 2025

Kauptrygging og kaupliðir samkvæmt kjarasamningi SSÍ og SFS hækka frá 1. janúar 2025.

Kauptrygging hækkar um 5,6% og aðrir kuapliðir um 3,5%

Kaupskrána má nálgast hér.

10. apríl 2024

Hækkun kauptryggingar og annarra kaupliða frá 1. febrúar 2024

Í kjarasamningi milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn er ákvæði um að kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki til samræmis við kauphækkanir sem samið er um á almenna vinnumarkaðnum frá gildistöku samningsins.

Samkvæmt framangreindu ákvæði hækkar kauptrygging og kaupliðir í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands frá og með 1. febrúar 2024 vegna kjarasamnings milli SGS og SA sem undirritaður var 7. mars síðastliðinn.

Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. febrúar 2024 um 5,9% og aðrir kaupliðir hækka frá sama tíma um 3,25%.

Kaupskrá sem gildir frá 1. febrúar 2024 má nálgast hér.

Fréttasafn