7. júlí 2017

Breyting á viðmiðunarverðum þann 4. júlí

Viðmiðunarverð á þorski, ýsu og ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila breytast sem hér segir frá og með 4. júlí 2017.

Viðmiðunarverð á slægðum þorski hækkar um 4,9% og á óslægðum þorski um 2,2%. Viðmiðunarverð á slægðri ýsu hækkar um 4,1% og viðmiðunarverð á óslægðri ýsu um 12,8%.

Viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa lækkar hins vegar um 4,1%

12. júní 2017

Breyting á viðmiðunarverðum þorsks, ýsu og karfa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 7. júní síðastliðinn var ákveðið að breyta viðmiðunarverðum á þorski, ýsu og karfa í viðskiptum milli skyldra aðila. Viðmiðunarverðin breytast sem hér segir:

Þorskur, slægður:       -2,7%

Þorskur, óslægður:   -12,0%

Ýsa, slægð:               -4,9%

Ýsa, óslægð:            +3,4%

Karfi:                       -3,0%

Verðbreytingin tekur gildi 7. júní.

 

4. maí 2017

Viðmiðunarverð á karfa og ufsa lækkað

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á karfa í viðskiptum milli skyldra aðila um 3%. Jafnframt var viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila lækkað um 1,3%. Viðmiðunarverð annarra tegunda (þorsks og ýsu) er hins vegar óbreytt. Framangreind verðákvörðun gildir frá og með 4. maí.

Fréttasafn