7. janúar 2026

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar 6 janúar 2026

Gleðilegt nýtt ár kæru sjómenn með þökkum fyrir liðin ár.

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar sem hér segir frá 6 janúar 2026

Slægður þorskur hækkar um 2%

Ólsægður þorskur hækkar um 1%

Slægð og óslægð ýsa hækkar um 8%

Ufsi hækkar um 3%

Karfi er óbreyttur

Vinna er í gangi við breytingar á módelinu sem ákvarðar verð í beinum viðskiptum.

Vonast er til að þær breytingar endurspegli betur stærðarbreytingar á markaði og hráefnishlutföll í vinnslu á fiski verði gagnsærri.

3. desember 2025

Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar þann 3. desember 2025

Í morgun kom úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna saman og ákvað breytingar á fiskverði í beinum viðskiptum.

Slægður þorskur hækkar um 8%

Óslægður þorskur hækkar um 5%

Ýsa slægð og óslægð hækkar um 6,3%

Karfi er óbreyttur 

Ufsi slægður og óslægður lækkar um 1,5%

Undanfarið hefur úrskurðarnefndin reynt að ná samkomulagi um breytingar á verðkúrfum í þorskinum. Ekki hefur náðst samkomulag um þær breytingar. Bæði sjómenn og útvegsmenn eru sammála um að að breytingar á verðkúrfum séu nauðsynlegar og endurspegli sem best markmið kjarasamninga. Þessi vinna heldur áfram og vonandi verður hægt að ná samkomulagi um nýjar verðkúrfur á nýju ári.

Hér er hlekkur á heimasíðu Verðlagsstofu skiptaverðs sem birtir upplýsingarnar.

Verðlagsstofa 

24. nóvember 2025

Kjarasamningurinn á pdf formi er kominn hér á heimasíðuna

Samningurinn sem var samþykktur 6. febrúar 2024 er kominn á síðuna undir Kjaramál. Þar undir ,,Kjarasamningur milli SSÍ og SFS" Þar er vísun inná,,Kjarasamningur 2024" Hægt er að fara í ´efnisyfirlitið og smella á viðkomandi grein og hún kemur upp.

Samningurinn fer nú í prentun og verður tilbúinn fljótlega til dreifingar.

Ályktanir 34. þings SSÍ eru einnig komnar inn undir ,,Ályktanir og samþykktir"

 

Fréttasafn