Kaupskrá hækkar frá 1. janúar 2025
Kauptrygging og kaupliðir samkvæmt kjarasamningi SSÍ og SFS hækka frá 1. janúar 2025.
Kauptrygging hækkar um 5,6% og aðrir kuapliðir um 3,5%
Kaupskrána má nálgast hér.
Kauptrygging og kaupliðir samkvæmt kjarasamningi SSÍ og SFS hækka frá 1. janúar 2025.
Kauptrygging hækkar um 5,6% og aðrir kuapliðir um 3,5%
Kaupskrána má nálgast hér.
Í kjarasamningi milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn er ákvæði um að kauptrygging og aðrir kaupliðir hækki til samræmis við kauphækkanir sem samið er um á almenna vinnumarkaðnum frá gildistöku samningsins.
Samkvæmt framangreindu ákvæði hækkar kauptrygging og kaupliðir í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands frá og með 1. febrúar 2024 vegna kjarasamnings milli SGS og SA sem undirritaður var 7. mars síðastliðinn.
Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. febrúar 2024 um 5,9% og aðrir kaupliðir hækka frá sama tíma um 3,25%.
Kaupskrá sem gildir frá 1. febrúar 2024 má nálgast hér.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 6. febrúar síðastliðinn lauk kl. 15:00 í dag.
Á kjörskrá voru 1104 og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:
Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.
Samningurinn var því samþykktur.