14. nóvember 2023
33. þing SSÍ sendir stuðningskveðjur til Grindvíkinga og Suðurnesjamanna í ljósi þeirrar náttúruvár sem nú gengur yfir. Þingið sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra í Grindavík og á Suðurnesjum sérstakar stuðningskveðjur. Það er erfitt að stunda vinnu fjarri heimili sínu og ástvinum við þessar aðstæður.
24. október 2023
33. þing Sjómannasambands Íslands verður haldið dagana 9. og 10. nóvember 2023 að Grand Hoteli í Reykjavík. Þingið verður sett kl. 13:00 fimmtudaginn 9. nóvember og er áætlað að þinginu ljúki seinni partinn á föstudeginum 10. nóvember.
Helstu málefni á þinginu auk hefðbundinna þingstarfa eru atvinnu- og kjaramál og öryggismál sjómanna.
28. júlí 2023
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sjómannasambands Íslands lokuð frá og með 31. júlí til og með 11. ágúst 2023. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 14. ágúst 2023.
Fréttasafn