Skrifstofa sambandsins er opin milli kl. 8:30 og 16:00 alla virka daga.

Á skrifstofunni vinna tveir starfsmenn, þ.e. formaður sambandsins og framkvæmdastjóri.

Formaður sambandsins er Valmundur Valmundsson, vv@ssi.is og framkvæmdastjóri er Hólmgeir Jónsson, hj@ssi.is.

 

Í samræmi við hlutverk Sjómannasambands Íslands er á skrifstofunni unnið að ýmsum þjónustuverkefnum við aðildarfélögin. Auk þess er það hlutverk forsvarsmanna sambandsins að annast samskipti við stjórnvöld í þeim málum er varða hagsmuni og málefni sjómanna.

Eitt af stærri verkefnum sambandsins er að annast kjarasamningagerð fyrir aðildarfélögin en ákvörðunarvaldið er þó alltaf hjá félögunum sjálfum um hvort þau veita Sjómannasambandinu umboð til að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsins.

Sjómannasamband Íslands var stofnað 24. febrúar árið 1957 og eiga nú 16 sjómanna- og verkalýðsfélög aðild að því.