34. þing Sjómannasambands Íslands
30-31 október 2025

Ályktun þingsins um öryggismál sjómanna

Slysavarnaskóli sjómanna

34. þing SSÍ þakkar Slysavarnaskóla sjómanna fyrir árvekni og gott starf í þágu
sjómannastéttarinnar. Slysavarnaskóli sjómanna var settur á laggirnar árið 1985. Síðan þá hefur slysum og banaslysum til sjós fækkað að miklum mun. Mikilvægt er að tryggja skólanum það fjármagn sem hann þarf til að viðhalda og kaup nýjum búnaði. Öryggismenning um borð í fiskiskipum hefur aukist og skráning slysa og næstum því slysa er komið í réttan farveg.

Sjómannasamband Íslands, SSÍ, ásamt Félagi skipstjórnarmanna, FS og Félagi vélstjóra-
og málmtæknimanna, VM, eru afar stolt að hafa veitt Slysavarnaskóla sjómanna 25 milljóna króna styrk, sem er hlutur félaganna eftir að Fiskifélagi Íslands var slitið fyrr á þessu ári.

Öryggishandbók

34. þing SSÍ fagnar tilkomu öryggishandbóka í íslensk fiskiskip. Öryggishandbókin er hluti af öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip og byggð á ISM staðlinum. Útgerð ásamt áhöfn er ábyrg fyrir öryggisstjórnun í skipum m.t.t. heilu og öryggis. Handbókin er leiðarvísir að skilvirkri öryggisstjórnun og er stefnir að því markmiði að koma í veg fyrir slys og hindra óhöpp eftir því sem hægt er.

Æfingar um borð

34. þing SSÍ hvetur sjómenn til árvekni og að stunda skipulagðar æfingar um borð í skipum sínum. Æfingar um borð eru skylda og á að vera hluti af öryggismenningu á öllum fiskiskipum. Með æfingum slípast menn saman og vinna fumlaust á hættustund. Nýliðafræðsla skal einnig að vera fagleg og hluti af öryggismenninguni.

Alda öryggisstjórnununarkerfi

34. þing SSÍ fagnar frumkvæði þeirra frumkvöðla sem hafa þróað hugúnaðinn ALDA- öryggi til að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós með nýsköpun og stafrænum lausnum í samvinnu við íslenska sjómenn og útgerðir. Er vænst þess að með notkun kerfisins fækki slysum á sjómönnum enn frekar þegar fram í sækir.


Fækkun í áhöfn

34. þing SSÍ telur að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fækka í áhöfn fiskiskipa. Neyðaráætlun um borð í fiskiskipum þarf að vera í samræmi við fjölda í áhöfn á hverju skipi fyrir sig. Fækkun háseta hefur það í för með sér að vélstjórar, stýrimenn og matsveinar ganga í störf hásetanna. Fækkun eykur ekki öryggi um borð í fiskiskipum landsins.

Mönnunarreglur

34. þing SSÍ krefst þess að stjórnvöld setji fiskiskipum mönnunarreglur í samræmi viðöryggi og vinnuna um borð. Einnig krefst þingið þess að útgerðarmenn hætti þeirri áráttu að fækka um borð, með það eitt að markmiði að lækka lauankostnaðinn. Örþreyttur og ósofinn sjómaður er hættulegur sjálfum sér og öðrum.
Samtök sjómanna hafa lengi kallað eftir að sett verði í lög, reglur um lámarksmönnun fiskiskipa við veiðar. Sárlega vantar lög um heildarmönnun skipa við veiðar. Í dag er aðeins í siglingalögum, reglur um lámarks mönnun réttindamanna þegar skip eru á siglingu. Hvíldartíminn flokkast sannanlega undir öryggismál sjómanna.

Rannsóknir

34. þing SSÍ krefst þess að Samgöngustofa kanni aðstöðu áhafna til hvíldar um borð í fiskiskipum. Einnig að kortleggja hávaðamengun og athuga á lofgæði um borð. Gera tillögur til úrbóta sem þarf ef vankantar eru í þessum efnum um borð í fiskiskipum.

Endurmenntun sjómanna

34. þing SSÍ telur að endurmenntun sjómanna eigi að fara fram á þeirra eigin vinnustað, skipinu, eins og hægt er. Það ætti að vera forgangsatriði að endurmenntun Slysavarnaskóla sjómanna fari fram um borð í því skipi sem menn eru á hverju sinni. Námskeiðið yrði mun lærdómsríkara ef það yrði haldið þannig. Þannig lærðu sjómenn rétt viðbrögð við ýmsar aðstæður á sínum vinnustað sem gerir endurmenntunina enn
skilvirkari.

Þyrlusveit LHG
34. þing SSÍ minnir enn og aftur á mikilvægi þess að LHG komi upp fastri starfstöð fyrir eina björgunarþyrlu á Akureyri. Það vita allir sem vilja vita hve þyrlusveit LHG skiptir sjómenn miklu máli. Lámarks krafa sjómanna er að alltaf séu til staðar þrjár flughæfar þyrlur og tvær áhafnir á vakt með læknum. Einnig krefjast sjómenn þess að flugvél LHG sé til reiðu allt árið. Hún gegnir afar mikilvægu hlutverki við leit og björgun á Íslandsmiðum.