32. þingi Sjómannasambands Íslands frestað um óákveðinn tíma.

Í ljósi óvissu vegna Covid-19 faraldursins var ákveðið á fundi sambandsstjórnar Sjómannasambands Íslands þann 29. október 2020 að fresta fyrirhuguðu þingi, sem halda átti dagana 26. og 27. nóvember næstkomandi. Samkvæmt ákvörðun sambandsstjórnar er þinginu frestað um óákveðinn tíma.

Boðað verður til þingsins með að lágmarki eins mánaðar fyrirvara þegar um hægist í þjóðfélaginu vegna þessa faraldurs og stjórnin telur óhætt að halda þingið.