34. Þing Sjómannasambands Íslands

34. þing SSÍ fór fram á Grand Hótel 30. og 31. október 2025

Við byrjuðum þingið á ávarpi Atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðriksson.

Í máli hennar kom fram vilji til að vinna betur með sjómönnum að hagsmunamálum þeirra. Td. að Verðlagsstofa skiptaverðs verði efld.

Einnig héldu erindi Finnbjörn A Hermannsson forseti ASÍ. Árni Sverrisson formaður FS og Guðmundur H Þórarinsson formaður VM.  Mæltist þeim vel.

Margar og góðar ályktanir voru samþykktar á þinginu eins og sjá má undir flipanum ,,Ályktanir og samþykktir".

Ný sambandsstjórn var kjörin til næstu fjögurra ára. Undir flipanum ,,Um SSÍ" er ný stjórn SSÍ.

Við kvöddum tvo góða liðsmenn sem látið hafa af störfum. Vigni S. Maríasson sem verið hefur í stjórn Sambandsins

og Jakob Hjaltalín frá Húsavík sem verið hefur viðloðandi sjómannadeild Framsýnar lengur en elstu menn muna.

Var þeim færður þakklætisvottur fyrir góð störf í þágu sjómanna.

Í lok þings færðu SSÍ, FS og VM, Slysavarnaskóla sjómanna 25 milljónir að gjöf sem er hlutur félaganna þriggja vegna slita Fiskifélags Íslands.