Breyting á viðmiðunarverði þorsks, ýsu og ufsa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 6. nóvember síðastliðinn var ákveðið að breyta viðmiðunarverðum á þorski, ýsu og ufsa sem hér segir:

Þorskur, slægður hækkar um 3%.

Þorskur, óslægður hækkar um 5%.

Ýsa, óslægð lækkar um 5%.

Ufsi, slægður og óslægður lækkar um 1,3%.

Framangreindar breytingar taka gildi frá og með 6. nóvember 2017.