Breyting á viðmiðunarverðum þann 4. júlí

Viðmiðunarverð á þorski, ýsu og ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila breytast sem hér segir frá og með 4. júlí 2017.

Viðmiðunarverð á slægðum þorski hækkar um 4,9% og á óslægðum þorski um 2,2%. Viðmiðunarverð á slægðri ýsu hækkar um 4,1% og viðmiðunarverð á óslægðri ýsu um 12,8%.

Viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa lækkar hins vegar um 4,1%