Breytingar á viðmiðunarverðum 4. september 2018

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka viðmiðunarverð vegna viðskipta milli skyldra aðila um 1,2% á slægðum  þorski og um 7,8% á óslægðum þorski frá og með 3. september 2018. Frá sama tíma var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á óslægðri ýsu um 7% vegna viðskipta milli skyldra aðila.