Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar 6 janúar 2026
Gleðilegt nýtt ár kæru sjómenn með þökkum fyrir liðin ár.
Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar sem hér segir frá 6 janúar 2026
Slægður þorskur hækkar um 2%
Ólsægður þorskur hækkar um 1%
Slægð og óslægð ýsa hækkar um 8%
Ufsi hækkar um 3%
Karfi er óbreyttur
Vinna er í gangi við breytingar á módelinu sem ákvarðar verð í beinum viðskiptum.
Vonast er til að þær breytingar endurspegli betur stærðarbreytingar á markaði og hráefnishlutföll í vinnslu á fiski verði gagnsærri.