Fiskverð í beinum viðskiptum hækkar þann 3. desember 2025
Í morgun kom úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna saman og ákvað breytingar á fiskverði í beinum viðskiptum.
Slægður þorskur hækkar um 8%
Óslægður þorskur hækkar um 5%
Ýsa slægð og óslægð hækkar um 6,3%
Karfi er óbreyttur
Ufsi slægður og óslægður lækkar um 1,5%
Undanfarið hefur úrskurðarnefndin reynt að ná samkomulagi um breytingar á verðkúrfum í þorskinum. Ekki hefur náðst samkomulag um þær breytingar. Bæði sjómenn og útvegsmenn eru sammála um að að breytingar á verðkúrfum séu nauðsynlegar og endurspegli sem best markmið kjarasamninga. Þessi vinna heldur áfram og vonandi verður hægt að ná samkomulagi um nýjar verðkúrfur á nýju ári.
Hér er hlekkur á heimasíðu Verðlagsstofu skiptaverðs sem birtir upplýsingarnar.