Lækkun á viðmiðunarverði þorsks, ýsu, ufsa og karfa.

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna fundaði í dag um viðmiðunarverð fyrir þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Þar sem kjarasamningar sjómanna, sem fólu í sér nýja nálgun við ákvörðun á viðmiðunarverði fyrir þorsk, ýsu og karfa, voru felldir var ekki hjá því komist að ákvarða viðmiðunarverðin samkvæmt gildandi kjarasamningi. Þegar í lok nóvember var komin lækkunarþörf á viðmiðunarverð þorsks og ýsu. Þar sem nýr kjarasamningur með nýrri nágun við ákvörðun viðmiðunarverðs sem hefði leitt til óbreytts fiskverðs var felldur þá var ákveðið að láta viðmiðunarverðin vera óbreytt á þeim tímapunkti. Nú var hins vegar ekki staða til að bíða lengur.

Úrskurðanefndin ákvað því eftirtaldar breytingar ,á viðmiðunarverðum neðangreindra tegunda:

Slægður þorskur -10%, óslægður þorskur -7%, slægð ýsa -5%, óslægð ýsa -10%, karfi -7% og slægður og óslægður ufsi -3,7%.

Ákvörðunin tekur gildi 4. janúar 2017.