Ljósmyndakeppni sjómanna 2025

Ljósmyndakeppni sjómanna

 

Árið 2002 hóf Sjómannablaðið Víkingur að standa fyrir ljósmyndakeppni meðal sjómanna. Keppnin hefur ávallt verið hugsuð til að efla og auka áhuga sjómanna á tómstundaiðju samhliða störfum sínum á sjó og hvetjum við alla sjómenn til að taka þátt. Keppni Víkingsins fer ávallt fram í byrjun desember ár hvert og eru veitt þrenn verðlaun. Allir íslenskir sjómenn og sjómenn á íslenskum skipum geta tekið þátt í keppninni. Dómnefnd velur að auki 12 myndir til viðbótar sem taka síðan þátt í Norðurlandakeppni sjómanna sem fer fram í febrúar árið eftir. Þau 23 ár sem sjómenn úr íslensku keppninni hafa tekið þátt í Norðurlandakeppninni hafa verðlaun komið í hendur okkar þátttakenda 18 sinnum. Nú er svo komið að margir farsímar eru með gríðarlega góð myndagæði í myndavélum sínum og hafa slíkar myndir náð mjög langt í keppninni sem sýnir að það þarf ekki að eiga einhverjar fullkomnar myndavélar til að geta tekið þátt heldur einungis gott auga fyrir góðu myndefni. Reglur keppninnar eru ekki flóknar en þær eru eftirfarandi:

 

 

Umsjónarmaður keppninnar er Hilmar Snorrason, fv. skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, og tekur hann við stafrænum myndum  í keppnina á netfangið

ljosmyndakeppni@outlook.com

eða

captsnorrason@outlook.com

Ef myndir eru sendar inn á öðru formi skulu þær sendar til:

Félag skipstjórnarmanna

V/Sjómannablaðsins Víkings

Ljósmyndakeppni

Grensásvegi 13

105 Reykjavík