Skiptaverð óbreytt í nóvember

Skiptaverð í nóvember vegna heimsmarkaðsverðs á olíu er óbreytt frá því sem það var í október. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þróun heimsmarkaðsverðs olíunnar mánuð fyrir mánuð frá árinu 2015 og áhrif olíuverðsins á skiptaverðið. Græna línan sýnir olíuverði í $/tonn, en línurnar fyrir neðan sýna skiptaverðið. Ef olíuverðið er hærra en efsta bláa línan er skiptaverðið 70% ef aflinn er seldur óskyldum aðila innanlands. Ef olíuverðið fer niður fyrir neðstu línuna á myndinni er skiptaverðið 80% af heildarverðmæti aflans þega hann er seldur óskyldum aðila. Sjá nánar skiptaverðið undir flipanum "skiptaverð" á heimasíðunni.