Stuðningskveðja til Grindvíkinga frá 33. þingi SSÍ

33. þing SSÍ sendir stuðningskveðjur til Grindvíkinga og Suðurnesjamanna í ljósi þeirrar náttúruvár sem nú gengur yfir. Þingið sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra í Grindavík og á Suðurnesjum sérstakar stuðningskveðjur. Það er erfitt að stunda vinnu fjarri heimili sínu og ástvinum við þessar aðstæður.