5. febrúar 2018

Línuuppbót 2018 skv. kjarasamningi milli SSÍ og SFS

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að í síðustu kjarasamningum milli SSÍ og SFS kom inn ákvæði um sérstaka línuuppbót til skipverja á  línuskipum með beitingavél sem eru á útilegu. Þetta ákvæði kom inn í alla kjarasamninga sjómanna sem undirritaðir voru þann 18. febrúar 2017. Í grein 2.06 í kjarasamningi SSÍ segir:

"Skipverji sem er á línubátum með beitningavél á útilegu sem hefur verið 110 til 160 daga á sjó skal fá greidda línuuppbót miðað við fjölda úthaldsdaga á sjó. Hafi skipverji verið fleiri en 160 daga á sjó skal hann njóta fullrar línuuppbótar, en annars hlutfallslega þar sem uppbótin lækkar um 2% hvern fækkaðan dag. Óskert línuuppbót skal vera kr. 50.000 og greiðist fyrir 15. janúar ár hvert miðað við úthald síðastliðins almanaksárs. Skipverji sem hefur tekjur yfir kr. 50.000 á hvern úthalds­dag, á ekki rétt á þessari greiðslu. Hætti skipverji störfum hjá útgerð fyrir lok almanaksárs, skal hann fá línuuppbót greidda við lokauppgjör."

 

5. janúar 2018

Breytingar á viðmiðunarverðum þorsks, ýsu, karfa og ufsa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákeðið að breyta viðmiðunarverðum á þorski, ýsu, karfa og ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila  sem hér segir:

Viðmiðunarverð á slægðum þorski lækkar um 1,9%.

Viðmiðunarverð á óslægðum þorski lækkar um 4,9%.

Viðmiðunarverð á slægðri ýsu hækkar um 1,5%.

Viðmiðunarverð á karfa hækkar um 4,0%.

Viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa lækkar um 1,2%.

Framangreindar breytingar á viðmiðunarverðunum taka gildi frá og með 5. janúar 2018.