24. maí 2023

Sjómannadagurinn 2023

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní ár hvert, nema þegar fyrsti sunnudagur í júní er Hvítasunnudagur, þá er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur næsta sunnudag þar á eftir. Í ár ber sjómannadagin upp á sunnudaginn 4. júní. Öll fiskiskip koma í land fyrir sjómannadag og eiga sjómenn að vera komnir í frí í síðasta lagi á hádegi á laugardeginum fyrir sjómannadag. Sjómenn eiga skv. kjarasamningi 72ja klst. (þriggja sólarhringa) frí í kring um sjómannadagshelgina. Eftir sjómannadag mega skip í fyrsta lagi halda aftur til veiða á hádegi á mánudegi eftir sjómannadag hafi skilyrðinu um 72ja klst. frí skipverja verið fullnægt. Eins og venjulega er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land.

Hér má sjá dagskrá hártíðarhalda sjómannadagshelgarinnar i Ólafsfirði.

22. mars 2023

Karasamningarnir sem undirritaðir voru þann 9. febrúar 2023 felldir.

Kosningu um kjarasamning milli aðildarfélaga SSÍ og SFS lauk þann 10. mars 2023 kl. 15:00. Á kjörskrá voru 1200 félagsmenn aðildarfélaga SSÍ og af þeim tóku 571 eða 47,58% þátt í atkvæðagreiðslunni.

 

Niðurstaða þeirra sem kusu er eftirfarandi:

180 eða 31,52% samþykktu samninginn,

385 eða 67,43% höfnuðu samningnum,

6 eða 1,05% skiluðu auðu.

 

Samningurinn var því felldur með yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni. Sjómenn innan aðildarfélaga SSÍ eru því samningslausir enn um sinn.