7. maí 2019

Hækkun kauptryggingar 1. maí 2019

Samkvæmt kjarasamningi milli SSÍ og SFS, sem undirritaður var 18. febrúar 2017, hækkar kauptrygging og mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum frá og með 1. maí 2019. Samkvæmt samningnum verður kauptrygging háseta  kr. 326.780 á mánuði, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanna og netamanna kr. 408.476 á mánuði og kauptrygging yfirvélstjóra kr. 490.170 á mánuði. Mánaðarkaup aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verður kr. 371.072 frá og með 1. maí. Kaupskráin hefur verið uppfærð í samræmi við þessa breytingu.

Samkvæmt samningnum, gr. 1.44. skulu samningsaðilar endurskoða kauptryggingu og kaupliði samningsins í samræmi við þær hækkanir sem verða á almennum vinnumarkaði á árinu 2019. Samið var á almennum vinnumarkaði um krónutöluhækkun á launum og samkvæmt framangreindu ákvæði ætti því kauptryggingin að hækka til viðbótar í samræmi við þær breytingar sem samið var um á almennum vinnumarkaði. SFS hefur hins vegar hafnað að virða þetta ákvæði kjarasamningsins og verður því sú hækkun að bíða þar til fenginn er úrskurðu dómstóla í málinu.