17. október 2022

Formannafundur aðildarfélaga SSÍ

Haldinn var fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands í Vestmannaeyjum dagana 7. - 9. október síðastliðinn.

Á fundinum var farið yfir kjaraviðræðurnar milli SSÍ og SFS frá því kjarasamningar losnuðu þann 1. desember 2019. Viðræðurnar hafa fram til þessa engum árangri skila þrátt fyrir fjölmarga fundi í deilunni.

Á fundinum var efrtirfarandi yfirlýsing samþykkt:

"Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, haldinn í Vestmannaeyjum 7. og 8. október 2022, ítrekar kröfugerð sína á hendur útgerðarmönnum í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Krafa aðildarfélaganna er skýr um að sjómenn fái inn í kjarasamning sinn ákvæði um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóði sjómanna með sama hætti og launafólk á almenna vinnumarkaðnum hefur þegar samið um við atvinnurekendur.

Jafnframt fái sjómenn sömu hækkanir á kauptryggingu sjómanna og aðra kaupliði og samið var um á almenna vinnumarkaðnum árið 2019.
Fundurinn felur formanni Sjómannasambandsins að hefja undirbúning að aðgerðum gegn útgerðarmönnum, í samráði við aðildarfélögin, til að knýja á um lausn kjaradeilunnar milli sjómanna og útgerðarmanna."

 

 

21. júlí 2022

Lokað vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sjómannasambands Íslands lokuð frá og með 25. júlí til og með 9. ágúst 2022.

Skrifstofan opnar aftur 10. ágúst 2022.